David Howell bendir sjálfur á reglubrot sitt og gefur frá sér mótstékkann
Enski kylfingurinn David Howell er skínandi dæmi þess að enn eru til herramenn í golfíþróttinni, sem sýna og sanna að golfið er herramannsíþrótt.
Howell neitaði að taka við tékk fyrir árangur sinn í Shenzhen Open, eftir að gera sér grein fyrir að hann hefði líklega brotið golfreglurnar.
Howell, sem tvívegis hefir verið í Ryder bikars liði Evrópu, var ekki viss um að hann hefði lagt boltann frá sér á réttum stað við 15. braut á 2. hring mótsins og fór sjálfur til dómara eftir mótið til viðræðna við dómara.
Þeir kváðu upp með það að Howell hefði ekki spilað boltanum frá réttum stað og að um golfreglubrot væri að ræða.
Fyrir brotið hefði Howell fengið tvö víti og önnur tvö fyrir að skrifa undir rangt skorkort og því bættust 4 högg á skorkortið hjá honum, sem þýddi að hann náði ekki niðurskurði.
Í fréttatilkynningu frá Evrópumótaröðinni sagði: „Hann var óviss hvort hann hefði slegið frá réttum stað […] og hann fór fram á að hann fengi viðeigandi víti.„
Næsta mót Howell er Volvo China Open, sem fram fer í Topwin Golf & CC í Peking og hefst á fimmtudaginn n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
