Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk keppni í 2. sæti og Gísli T-14 á Robert Kepler mótinu

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra Kent State tóku þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram dagana 22.-23. apríl 2017 á Scarlett golfvelli Ohio háskóla, í Columbus, Ohio og lauk í gær.

Þátttakendur í mótinu voru 81 frá 15 háskólaliðum.

Bjarki lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (73 72 71) og varð í 2. sæti, sem er stórglæsilegt!!!

Gísli var á samtals 11 yfir pari, 224 höggum (77 71 76) og varð T-14 þ.e. deildi 14. sætinu með 4 öðrum kylfingum, sem er flottur topp-15 árangur!!!

Kent State, lið Bjarka og Gísla varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Robert Kepler Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Kent State er MAC Championship sem fram fer 28.-30. apríl n.k.