PGA: Horrorhringur Alker
Steven Alker frá Nýja-Sjálandi er í neðsta sæti (76. sæti) þeirra sem náðu niðurskurði á Texas Valero Open.
Hann er búinn að spila hringina 3 á mótinu á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (67 76 85).
Alker byrjaði mótið reyndar vel – lék á 5 undir pari, 67 höggum og var T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með öðrum kylfingum.
Því er fall hans svo eftirtektarvert. Annar hringurinn var alger júmbóhringur 4 yfir pari 76 högg, en það var ekkert miðað við það hvað átti eftir að gerast á 3. hring.
Þriðja hring lék Alker á 13 yfir pari, heilum 85 höggum og líktist meira meðalskussa á góðum degi en PGA Tour kylfingi.
Alker byrjaði horrorhringinn á 10. holu. Hann fékk skolla á 12., 15. og 18. en tókst reyndar að taka þetta aðeins aftur með fugli á 17. holu.
Hann var því á 2 yfir pari eftir fyrri 9 holurnar sínar á 3. hring og það var á seinni 9 (fyrri 9 á vellinum í San Antonio) sem allt fór úrskeiðis.
Það byrjaði þegar á par-4 1. holunni. Alker átti teighögg út í runnaröff og þurfti að nota 2 högg til að koma boltanum aftur í leik og lokaskorið á holunni var þrefaldur skolli.
En hann fór úr öskunni í eldinn á par-3 3. holunni fyrir Alker. Teighögg hans þar lenti þrisvar sinnum í vatnshindrun og það ásamt lélegum púttum eftir að boltanum var loks komið á flöt olli júmbóskorinu 9 höggum!!!
Alker fékk enn annan skolla á 4. holu áður en honum tókst að ná jafnvægi og setja niður nokkur pör áður en hann lauk horrorhring sínum með skolla á 9. braut.
Alker er langneðstur á samtals 12 yfir pari – næsti keppandi fyrir ofan hann er Kanadamaðurinn Adam Hadwin, sem líka gengur ekkert allt of vel í mótinu en er þó „aðeins“ samtals 8 yfir pari eða 4 höggum betri en Alker.
Svona getur sem sagt líka komið fyrir þá allra bestu, að þeir komist úr jafnvægi og takti á golfvellinum og eigi slæma hringi!
Skoða má horrorhring Alkers betur með því að skoða skortöflu Valeru Texas Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
