Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 14:00

LET: Sjáið ás Önnu Nordqvist!

Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist fór holu í höggi í dag á 3. keppnisdegi Estrella Damm mótsins.

Anna fékk ásinn á par-3 13. braut Club de Golf Terramar, þar sem mótið fer fram.

Samtals er hún búin að spila á 10 undir pari og er ein af hópi 4 kylfinga sem deila 2. sætinu!

Skor Önnu er 10 undir pari, 203 högg  (66 70 67) og er hún 4 höggum á eftir forystukonunni Mel Reid.

Sjá má ás Önnu með því að SMELLA HÉR: