Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 12:30

LET: Valdís Þóra T-38 e. hring upp á 73 á 3. degi á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Estrella Damm mótinu á Spáni.

Hún lék á 2 yfir pari, 73 höggum í dag, fékk 3 fugla, 10 pör og 5 skolla.

Valdís Þóra er búinn að spila á samtals sléttu pari, 213 höggum (68 72 73).

Eftir 3. dag deilir hún 38. sætinu með 9 öðrum kylfingum, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Til þess að sjá stöðuna á Estrella Dam SMELLIÐ HÉR: