Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 18:00

GJG Tour: Henning Darri bestur af 5 íslenskum piltum á European Spring Junior

Dagana 18.-21. apríl 2017 fór fram á Spáni European Spring Junior mótið en það er hluti af Global Junior Golf (GJG) mótaröðinni. Mótinu lauk í dag.

Fimm íslenskir piltar voru meðal keppenda: Birgir Björn Magnússon, GK; Daníel Ingi Sigurjónsson, GV; Henning Darri Þórðarson, GK; Ingi Rúnar Birgisson, GKG; og Ragnar Áki Ragnarsson, GKG.

Af þeim stóð Henning Darri sig best en hann lauk keppni í 8. sæti; lék á samtals 19 yfir pari, 237 höggum (80 79 78).

Sigurvegari mótsins var Hannes Hiburger frá Þýskalandi en hann lék á samtals 13 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna á European Spring Junior með því að SMELLA HÉR: