Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 16:15

LET: Valdís Þóra á 72 á 2. degi Estrella Damm mótsins

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Estrella Damm mótinu á Spáni.

Valdís Þóra er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 140 höggum (68 72).

Hún lék á 1 yfir pari, 72 höggum í dag, fékk 4 fugla, 9 pör og 5 skolla.

Sem stendur þegar þetta er ritað (kl. 16:14) er Valdís Þóra T-22; sætistalan gæti enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik.

Valdís Þóra flaug í gegnum niðurskurð og er þetta í 3. sinn á LET, sem hún kemst í gegnum niðurskurð!!! Glæsilegt!!!

Í efsta sæti í hálfleik þ.e. eftir 2 hringi er heimakonan, Nuria Iturrios, en hún kom í hús á 65 höggum í dag, er samtals á 8 undir pari, 134 höggum (69 65).

Til þess að sjá stöðuna á Estrella Dam SMELLIÐ HÉR: