Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 11:30

Evróputúrinn: Wiesberger leiðir í Kína þegar keppni er frestað – Hápunktar 2. dags

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger leiðir á móti vikunnar á Evróputúrnum, þ.e. Shenzhen Open í Kína þegar fresta þurfti keppni á 2. degi, vegna hvassviðris.

Wiesberger er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 132 höggum (67 65).

Fjölmargir eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum, þ.á.m. forystumaður 1. dags, Bubba Watson.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má stöðuna á Shenzhen Open með því að SMELLA HÉR: