Hinn rekni kaddý Lydiu Ko tjáir sig í fjölmiðlum
Fyrrum kylfusveinn nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydiu Ko, hefir nú komið fram í fjölmiðlum eftir sjokkerandi uppsögn sína og tjáð sig um Ko.
Hann sagði m.a. að hún yfir að fara að „vakna“ og athuga sinn gang gagnvart honum sl. mánuði.
Ko, 19 ára, rak Gary Matthews, kylfusvein sinn eftir aðeins 9 mót saman. Reyndar rann samningur um 9 mót saman út þá, en hún vildi ekki framlengja samning hans.
Á síðasta móti þeirra saman; LOTTE Championship á Hawaii í sl. viku, varð hún T-2, sem er besti árangur þeirra saman.
Matthews vann áður fyrir Masters sigurvegara ársins í ár, Sergio Garcia.
Hann sagði að lítið væri um samskipti í búðum Ko. „Maður veit aldrei neitt eða er aldrei sagt neitt.“ sagði Matthews.
„Umboðsmaður hennar hringdi í mig á mánudaginn eftir Palm Springs og sagði „hún þarf á breytingu að halda, við ætlum að ráða annan, en þú getur verið kylfusveinn fyrir hana í Hawaii.“
„Ég hugsaði, nú, jæja, aldrei á 19 árum hefir mér verið sagt upp og ég á samt að vinna fyrir manneskjuna.“
Matthews sagði að þótt Ko væri yndisleg þá yrði hún að fara varlega eftir að hafa sagt skilið við 9. kylfusveininn á stuttum ferli sínum.
Hann sagði: „Ég óska henni alls hins besta en hún hefir verið með svo mörgum kylfuberum að hún verður að fara að vakna þegar kemur að kylfings-kaddý samskiptum.“
„Annars heldur þetta bara áfram.“
Ko á að spila í næstu viku á Volunteers of America Texas Shootout en starfsmenn hennar eru enn að reyna að finna kylfusvein við hæfi fyrir hana.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
