Særós Eva Óskarsdóttir, GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva og Boston T-1 á Yale móti!!!

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The Terriers, kvengolflið Boston University tóku þátt í At Yale g. Quinnipiac mótinu, sem fram fór 16. apríl s.l.

Aðeins voru spilaðar 18 holur.

Lið Boston University varð í 1. sæti með 302 högg ásamt Yale, og síðan komu Dartmouth í 3. sæti, Brown í 4. sæti  og Quinnipiac í 5. sæti en alls tóku 5 lið þátt.

Særós Eva lék á 85 höggum.

Næsta mót Boston University er 54 holu Patriot League Championship, sem fram fer  22.-23. apríl  í Saucon Valley Country Club, og er Lehigh skólinn gestgjafi.

Spilaðar verða 36 holur á laugardeginum og síðan einn lokahringur.