Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2017 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni á besta skorinu af þátttakendum Minnesota

Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, tóku þátt í Hawkeye Inv. mótinu.

Mótið fór fram í Finkbine GC í Iowa City, Iowa, dagana 15.-16. apríl 2017 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 82 frá 14 háskólum; þar af kepptu 12 sem einstaklingar.

Rúnar var einn þeirra sem keppti sem einstaklingur og taldi skor hans ekki í liðakeppninni en Minnesota hafnaði neðarlega þ.e. í 11. sæti í liðakeppninni.

Rúnar var á besta skorinu af þátttakendum Minnesota lék á 218 höggum (71 74 73) og varð T-21.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hawkeye Inv. mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Minnesota háskóla er Big Ten Championship í Baltimore, Maryland