Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 19:00

LET: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, flaug í gegnum niðurskurð og fær að spila lokahringinn á Lalla Meryem Cup, í Marokkó á morgun!!! Niðurskurður var miðaður við +5 og betra.

Valdís Þóra lék 2. hringinn á glæsilegum 1 undir pari, 71 höggi! – Á hringnum fékk hún 4 fugla, 11 pör og 3 skolla.

Samtals hefir Valdís Þóra spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (76 71) og deilir 34. sætinu með 8 kylfingum.

Í efsta sæti er Lydia Hall frá Wales á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem Cup SMELLIÐ HÉR: