Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 15:45

Fowler og Spieth í páskafríi á Bahamas

Rickie Fowler og Jordan Spieth fóru saman til Bahamas til þess að jafna sig eftir hremmingarnar á Masters.

Hvorugur þeirra náði að vera að spila um sigursætið.

Vinir þeirra af PGA Tour bættust síðan í hópinn, þ.e Justin Thomas og Smylie Kaufman og er hér um endurtekningu á ferðalagi þeirra að ræða til Baker’s Bay resort.

Justin Thomas, Jordan Spieth, Smylie Kaufman og Rickie Fowler eru bestu vinir

Justin Thomas, Jordan Spieth, Smylie Kaufman og Rickie Fowler eru bestu vinir

 

Fowler, sem varð T-11 á Masters setti myndir af fjórmenningunum berfættum og berum að ofan á félagsmiðlanna.  Fjórmenningarnir eru jafnvel með Snapchat filter til þess að hægt sé að fylgjast með þeim.

„We baaack. Yeah, so #sb2k17 is happening.. Follow it all on snap,“ skrifaði Justin Thomas á Instagram. (Lauslega þýðing: „Við erum komnir aaaaftttur. Jamms, þannig að #sb2k17 fer fram. Fylgist með því á snappinu.“

Smylie Kaufmann, setti mynd af hópnum þar þeir stökkva af þaki 16 metra hárrar einkasnekkju, þ.e. allir nema einn.“

Af myndum Rickie Fowler að dæma fundu félagarnir tíma fyrir uppáhaldsiðjuna og reyndar starf þeirra allra, golfið en þeir 4 tóku auðvitað golfhring.

Á einni myndinni reyndir skólaus Spieth að pútta meðan Rickie Fowler býður yfir holunni til að afvegaleiða boltann.

In a series of pictures posted to Rickie Fowler’s Instagram account the four friends enjoy a round of golf with shirts or shoes.

Eftir að hafa verið paraðir saman á lokahring Masters, þá luku þeir Spieth og Fowler báðir keppni utan topp-10 eftir að mörgum þóttu þeir líklegastir til að velgja þeim Garcia og Rose undir uggum.

Þrátt fyrir að hafa verið talinn líklegastur til að sigra á Masters var Spieth á 3 yfir pari og lauk mótinu samtals á 1 undir pari.

Þetta var skrítið. Þetta var svolítið skrítið,“ sagði Spieth sem lauk keppni án þess að landa a.m.k. 2. sætinu eins og hann hefir alltaf gert eða betur í þau 4 skipti sem hann hefir tekið þátt.