Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín við keppni í Conneticut

Helga Kristín Einarsdóttir, GK hefur í dag leik á Hartford Hawks Women’s Invitational.

Mótið fer fram dagana 14.-15. apríl 2017 og lýkur því á morgun.

Mótsstaðurinn er Tumble Brook Country Club, í Bloomfield, Conneticut.

Völlurinn sem er par-72 er 6325 yarda langur.

Golf 1 verður með úrslit um leið og þau liggja fyrir