Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 14:15

PGA: Bud Cauley efstur á RBC Heritage – Hápunktar 1. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Bud Cauley, sem var efstur eftir 1. dag RBC Heritage.

Cauley átti glæsihring, lék á 8 undir pari, 63 höggum.

Á hringnum fékk Cauley 8 fugla og 10 pör og skilaði því skollalausu skorkorti.

Cauley er ekki þekktasti kylfingurinn á túrnum og má því sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Öðru sætinu, 2 höggum á eftir Cauley, þ.e. allir á 6 undir pari, 65 höggum,  deildu þeir Luke Donald, Graham DeLaet og Sam Saunders, barnabarn Arnie.

Sjá má stöðuna í heild eftir 1. dag RBC Heritage, (en 2. hringur er þegar hafinn), með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: