Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 19:45

LPGA: Ólafía Þórunn farin út – Fylgist með HÉR:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir hafið 2. hring á LOTTE mótinu á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii.

Þegar þetta er ritað hefir hún leikið 3 holur og er komin á 1 yfir par.

Hún var með par á fyrstu 2 holunum og fékk skolla á par-3 3. holuna.

Ólafía Þórunn verður að eiga frábæran 2. hring til að eiga möguleika til að komast í gegnum niðurskurð.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: