Masters 2017: 11% minna sjónvarpsáhorf á Masters en í fyrra
Masters mótið í ár kann að hafa virkað sem vítamínsprauta á golf á Spáni og Englandi þar sem Sergio Garcia sigraði og Justin Rose keppti um sigursætið, en endaði í 2. sætinu.
Bandaríkjamenn sýndu hins vegar ekki mikinn áhuga á þessu fyrsta risamóti ársins.
Skv. Sports Media Watch, þá voru 7,6% sem horfðu á Masters í ár sem er 11% minna en horfðu á Masters í fyrra þegar Englendingurinn Danny Willett sigraði og 21% minna áhorf en árið þar áður þegar Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann sinn fyrsta risatitil.
Þetta eru verstu áhorfstölur frá árinu 2004. Þó er áhorfið á lokahringinn ekki verst, 19% færri áhorfendur voru að 3. hringnum en á síðasta ári og á hringinn á föstudeginum fylgdust 18% færri áhorfendur með en árið áður.
Þannig að hverjar eru ástæðurnar fyrir þessu minnkaða sjónvarpsáhorfi?
Fyrrum forseti CBS Sports, Neal H. Pilson, gaf sitt álit af hverju áhorfið færi minnkandi.
Aðalástæðuna taldi Pilson vera frábært veður í Bandaríkjunum Mastershelgina.
„Veðrið getur verið mikilvægur þáttur (í áhorfinu), „sagði Pilson. „Virkilega gott veður í hluta landsins getur fengið áhorfstölur til að lækka verulega.“
Sérlega gott veður var í norðaustur hluta Bandaríkjanna og í S-Bandaríkjunum, þar sem tveir stærstu áhorfendahóparnir eru.
„Gott vegur getur hreinlega drepið niður áhorf í sumum mánuðum. Á haustin fer fólk í síðustu lautarferðirnar í skemmtigarðana og á vorin detta áhorfstölur enn meir þegar fólk fer í fyrsta sinn út eftir veturinn,“ bætti Pilson við.
„Það var dásamlegur dagur hér í norðausturhluta (Bandaríkjanna) þar sem 20% Bandaríkjamanna búa. Ég varð að berjast við sjálfan mig til að halda mér innan dyra.“
Önnur rök Pilson voru þau að hvorugur Tiger Woods eða Dustin Johnson hefðu tekið þátt og frægir kylfingar eins og Rory McIlroy, Jason Day, Spieth, Fowler and Mickelson hefðu ekki verið að spila til úrslita.
„Fólk sem aðeins horfir á tvö golfmót á ári, þekkir þá [Garcia og Rose] ekki vel,“ sagði Pilson.
„Með allri virðingu fyrir þessum náungum sem eru mjög góðir, þá eru þetta ekki þekkt nöfn hjá hinum almenna (bandaríska) sjónvarpsáhorfanda. Einn er frá Spáni; hinn frá Englandi. Ég held ekki að þeir séu vinsælir hjá hinum bandaríska áhorfanda a.m.k. miðað við þá sem gætu hafa verið í forystu.“
„Þeir eru ekki Spieth, Rory eða Jason Day.“ „Dustin Johnson tók ekki einu sinni þátt í mótinu. Þeir eru heitustu kylfingarnir í augnablikinu og voru ekki til staðar sunnudagseftirmiðdaginn.“
„En sunnudagsáhorfið upp á 11,2% var þó mun betra en áhorfið á Opna bandaríska í fyrra, sem aðeins 3,4% horfðu á.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
