Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 07:00

LPGA: Ólafía á +4 á 1. hring LOTTE mótsins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 1. hring sinn á LOTTE mótinu á Ko Olina golfvellinum á Oahu í Hawaii á 4 yfir pari, 76 höggum.

Hún er T- 131 af 144 keppendum og þarf því að eiga draumahring í dag til þess að fara í gegnum niðurskurð.

Á 1. hringnum fékk Ólafía 2 fugla, 4 skolla og 1 skramba.

Paula Creamer og Mi Hyang Lee deila 1. sætinu eftir 1. dag en báðar léku þær á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á LOTTE mótinu með því að SMELLA HÉR: