Ingvar Andri Magnússon, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 19:15

Ingvar Andri efstur, Daníel Ísak í 2. sæti og Dagbjartur T-29 á Scottish Boys Open Championship e. 1. dag

Ingvar Andri Magnússon, GR,  er einn 3 íslenskra drengja, sem þátt taka í Scottish Boys Open Championship (einnig nefnt Opna skoska meistaramótið u. 18 ára).

Mótið hófst í dag á Monfieth linksaranum í Skotlandi og stendur 12.-14. apríl 2017. Þátttakendur eru 144.

Eftir 1. dag er Ingvar Andri efstur, lék 1. hring á glæsilegum 2 undir pari,  69 höggum þar sem hann fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla.

Tveir aðrir íslenskir drengir taka þátt í mótinu: Daníel Ísak Steinarson, GK. sem er í 2. sæti, en hann lék á 1 undir pari, 70 höggum. Glæsilegt hjá þeim Ingvari Andra og Daníel Ísak að vera í efstu tveimur sætunum í svona stóru móti!!!

Þriðji íslenski keppandinn er Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, en hann lék 1. hring sinn á 6 yfir pari, 77 höggum og er jafn öðrum í 29. sæti eða T-29. Dagbjartur er meðal yngstu þátttakanda aðeins 14 ára og er árangur hans því glæsilegur, en mótið er einnig eitt af hans fyrstu erlendis og því dýrmætt í reynslubankann. Vel gert hjá Dagbjarti!!!

Sjá má stöðuna á Scottish Boys Open Championship með því að SMELLA HÉR: