Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Mynd. Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku keppni í 5. sæti í Indiana

Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í ISU Spring Invitational.

Mótið fór fram dagana 9. -10. apríl í Country Club of Terre Haute í Terre Haute, Indiana og  voru þátttakendur 73 frá 12 háskólaliðum.

Sigurlaug lék á 161 höggi (78 83) og varð T-29 í einstaklingskeppninni.

Drake lið Sigurlaugar hafnaði í 5. sæti.

Sjá má lokastöðuna á  ISU Spring Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Drake er MVC Championship, sem hefst 16. apríl n.k.