Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1 LET: Valdís Þóra hefur keppni á morgun í Marokkó
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi hefur leik á morgun, fimmtudaginn 13. apríl, á LET Evrópumótaröðinni. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og fer LALLA Meryem mótið fram á Golf Dar Es Salam vellinum.
Heildarverðlaunaféð er um 55 milljónir kr. Valdís hefur leik kl. 10:06 að íslenskum tíma. Hún er í ráshóp með Lina Belmati frá Marokkó og Jenny Haglund frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana. Alls eru keppnishringirnir fjórir og verður niðurskurður eftir tvo hringi.
Mótið á LET er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót hennar á þessu tímabili á LET. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian mótinu í Ástralíu þar sem hún lék á -1 samtals (71-73-74).
Allt nánar um mótið í Marokkó má sjá með því að SMELLA HÉR:
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
