Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og Louisiana luku leik í 5. sæti í Texas

Aron Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson, báðir í GKG og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns tóku þátt í Jim West Intercollegiate.

Mótið fór fram á golfvelli Wolf Dancer golfklúbbsins í Bastorp, Texas, dagana 10.-11. apríl og lauk því í gær.

Lið Louisiana Lafayette, þ.e. The Ragin Cajuns höfnuði í 5. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu.

Aron lauk keppni T-17 en hann lék á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (75 70).

Ragnar Már lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (73 73) og varð T-23.

Sjá má lokastöðuna á Jim West mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót The Ragin Cajuns er í Destin, Flórída 21. apríl n.k.