Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía hefur keppni á Hawaii

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 5. LPGA móti sínu í dag,  miðvikudaginn 12. apríl, en mótið stendur 12.-15. apríl 2017.

Mótið er LOTTE Championship Presented by Hershey og fer fram á Ko Olina golfvellinum, á Oahu, í Hawaii.

Ólafía Þórunn hefur keppni kl. 13:45 að staðartíma í Hawaii (kl. 23:45 að okkar tíma hér heima á Íslandi) og er í ráshóp með Annie Park og Hye Jin Choi, báðum frá S-Kóreu.

Ólafía Þórunn hefir tvívegis komist í gegnum niðurskurð á LPGA mótum, þ.e. í fyrstu tveimur mótum sínum á Bahamas og í Ástralíu, en  komst  ekki í gegnum niðurskurð á 2 LPGA mótum í Bandaríkjunum þ.e. á Bank of Hope mótinu og Kia Classic.

Ólafía Þórunn er nú í 106. sæti á peningalista LPGA, búin að vinna sér inn $ 11.788,-