Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 09:15

Fv. atvinnumaður í golfi ásakar lægsta áhugamanninn á Masters um svindl

Ástralskur, fyrrum atvinnumaður í golfi, hefir sagt að Stewart Hagestad hefði ekki átt að taka verðlaun á Masters fyrir að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið, þar sem púttstroka Hagestad hafi verið ólögleg.

Hagestad náði niðurskurði á Augusta National, ólíkt mörgum þekktari kylfingum m.a. sigurvegara síðasta árs (2016) Danny Willett, Henrik Stenson, Alex NorenBubba Watson og Zach Johnson, o.fl. og lauk keppni 6 yfir pari.

Sjá lokastöðuna á MASTERS með því að SMELLA HÉR: 

Hinn 26 ára Bandaríkjamaður (Hagestad) var 3 höggum betri en ástralska nýstirnið og áhugamaðurinn Curtis Luck.

Hagestad notaði langan pútter – líkt og Bernhard Langer og Ian Woosnam á Augusta– og jafnvel þó löngu pútterarnir séu ekki bannaðir þá var bannað í byrjun árs 2016 að stýra pútternum með efri hluta líkamans.

Mark Allen, fyrrum kylfingur á PGA of Australia Tour til 15 ára, sem m.a. tók þátt í Opna breska 1999 sagði að landi sinn (Curtis Luck) hefði verið svikinn um sigurinn vegna „svindls“ Hagestad.

Í viðtali við SEN í þættinum „Hugry for Golf“ sagði Allen m.a.: „Að segja að hann hafi ekki verið að  svindla með þessum hætti er alveg eins og verið væri að segja að ég væri ekki hérna. Þetta er ótrúlegt.“

Í reglunum segir að það sé leyfilegt fyrir slysni að koma við bolinn (meðan púttað er). Nú, hann kom við bol sinn með handleggnum og vinstri hendinni og notaði kústskaftshreyfingar í hvert sinn sem ég sá hann pútta.“

Það er algerlega ólíðanlegt að það skuli hafa verið látið viðgangast þetta brot á golfreglunum. Bernhard Langer gerir þetta enn og  Ian Woosnam (líka).“

Það er ekki hægt að vera með reglu sem segir að af slysni megi handleggurinn snerta bolinn og gera það síðan „af slysni“ í hvert skipti sem púttað er. Þetta er algjör brandari.“

Það eru fleiri en Allen sem eru sömu skoðunar og hann á félagsmiðlunum.