Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2017 | 09:00

Kærasta Garcia stolt af sínum manni

Angela Akins, kærasta Masters sigurvegarans í ár, Sergio Garcia er afar stolt af sínum manni.

Þau héldu m.a. upp á sigurinn í Empire State byggingunni í New York.

Garcia klæddist m.a. græna jakkanum við það tækifæri og hún gat ekki haft augun af honum né leynt aðdáun sinni.

Á félagsmiðlana skrifaði Angela, sem m.a. var í golfliði Texas University og útskrifaðist þaðan með gráðu í blaðamennsku:

“My man looks good in green! I’m so proud of you @thesergiogarcia! You did it! #MastersChampion2017 #Masters #MrandMrsG”

(Lausleg þýðing: Maðurinn minn lítur vel út í grænu! Ég er svo stolt af þér @thesergiogarcia! Þér tókst það! #Masters2017 #Mastersmeistarinn2017#HerraogFrúG”).