Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2017 | 07:00

Masters 2017: Sjáið sigurpútt Sergio Garcia – Myndskeið

Þegar Sergio Garcia var á 18. braut Augusta National í gær var hann búinn að leggja upp sigurinn þannig að hann þurfti bara að tvípútta.

En þegar allt kom til alls einpúttaði hann glæsilega.

Eftir á réði hann sér varla fyrir fögnuði; hann tók fyrst í hönd Justin Rose og þakkaði síðan kaddýunum fyrir góðan hring.

Síðan tók við faðmlag og kossar hjá kærustunni Angelu Akins.

Sjá má sigurpútt Garcia með því að SMELLA HÉR: