Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 23:30

Masters 2017: Sergio Garcia sigurvegari!!!!

Það fór þá svo að Sergio Garcia sigraði í fyrsta risamóti sínu og það ekki risamóti af lakari endanum, sjálfu Masters mótinu.

Garcia hafði betur en Justin Rose í bráðabananum, en par-4 18. brautin var spiluð aftur og fékk Garcia fugl en Rose skolla, eftir að báðir höfðu verið efstir og jafnir að loknum hefðbundnum 72 holum.

Seve Ballesteros hefði átt 60 ára afmæli í dag, hefði hann lifað og sagði Sergio Garcia að sigurinn, ef af honum yrði, væri honum til heiðurs.

Nú er sigur Sergio í höfn!!!

Sonur Seve, Javier tvítaði eftirfarandi skilaboð á Twitter í dag:

„Happy 60th birthday dad! Miss you every day! Im sure you’ll be pushing for Sergio today!!“

(Lausleg þýðing: Til hamingju með sextugs afmælið pabbi! Sakna þín á hverjum degi! Ég er viss um að þú stendur með Sergio í dag!!.“)

Svo virðist sem ekki hafi veitt af hjálp að handan – ótrúlegur örninn t.a.m. sem hélt Sergio inni í keppninni á 15!!!

En fyrsti risamótstitill Sergio loks í höfn eftir langa bið!!!! Frábært!!!

Sjá má lokastöðuna á Masters 2017 með því að SMELLA HÉR: