Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 23:20

Masters 2017: Garcia og Rose jafnir e. hefðbundnar 72 holur! Það þarf bráðabana til að skera úr um úrslit!!!

Það þarf bráðabana til þess að skera úr um hver stendur uppi sem sigurvegari á Masters risamótinu í ár.

Það eru annaðhvort Sergio Garcia eða Justin Rose sem sigra mótið.

Báðir hafa spilað á samtals 9 undir pari, 279 höggum 3 höggum betur en sá sem næstur kemur, Charl Schwartzel.

Nú er bara bráðabaninn eftir til að skera út um hvor stendur uppi sem sigurvegari Masters 2017, en þess ber að geta að hvorugur hefir sigrað á Masters áður; Sergio reyndar ekki í neinu risamóti en Rose á eitt risamót undir beltinu: Opna bandaríska 2013.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Masters 2017 SMELLIÐ HÉR: