Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota í 1. sæti e. fyrri dag í New Jersey

Rúnar Arnórsson GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota taka þátt í Princeton Invitational mótinu.

Mótið fer fram í Springdale GC í Springdale, New Jersey, 8.-9. apríl 2017 og lýkur því í dag.

Þátttakendur eru 75 frá 15 af háskólum þ.á.m. sumum af bestu háskólum Bandaríkjanna.

Rúnar er á besta skori Minnesota hefir spilað fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari (69 74) og er T-7 í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni er lið Minnesota í efsta sæti! Stórglæsilegt!!!

Fylgjast má með Rúnar og Minnesota á skortöflu með því að SMELLA HÉR: