Seve er uppáhaldskylfingur Ellerts Afmæliskylfingar dagsins: Hörður Hinrik Arnarson og Seve Ballesteros – 9. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins eru tveir.
Annar þeirra er uppáhald margra, sem lést langt um aldur fram Severiano Ballesteros. Seve eins og hann var alltaf kallaður var fæddur 9. apríl 1957 í Pedreña, Cantabria, á Spáni og hefði því orðið 60 ára í dag en hann lést 7. maí 2011.
Seve gerðist atvinnumaður í golfi 1974, þá aðeins 17 ára.
Á ferli sínum vann hann 91 mót þar af 5 risamót, m.a. the Masters 1983.
Seve er sá kylfingur sem unnið hefir flest mót á Evrópumótaröðinni eða samtals 50. Eins vann hann 9 á PGA Tour, 6 mót á japanska PGA og 31 sinnum í öðrum atvinnumannamótum.
Seve hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1999.
Seve var kvæntur Carmen Botín O’Shea á árunum 1988-2004 (þau skildu) og átti með henni 3 börn; 2 syni og 1 dóttur.

Hinn afmæliskylfingurinn er Hörður Hinrik Arnarson, GK, golfkennari og forstöðumaður golfferða Heimsferða. Hörður fæddist 9. apríl 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Hörður byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978 vegna þess að foreldrar hans, Örn og Bjarney, fóru út á golfvöll og hann fylgdi þeim.
Hörður var á tímabili aðstoðarmaður landsliðsþjálfara í golfi og hefir ásamt Magnúsi Bigirssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur kennt þúsundum Íslendinga golf í Portúgal og á Spáni, einkum á Matalascañas og Costa Ballena. Hörður er kvæntur og á 3 börn og eitt fósturbarn: Dag, Einar Örn, Tinnu Alexíu og Söru Margréti.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þórunn Einarsdóttir, 9. apríl 1959 (58 ára); Valgerður Pálsdóttir, 9. apríl 1961 (56 ára); Helen Alfredson, 9. apríl 1965 (52 ára); Ingibjörg Birgisdóttir, 9. apríl 1966 (51 árs); Ólöf María Einarsdóttir, GM, 9. apríl 1999 (18 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
