Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 02:00

Masters 2017: Garcia og Rose efstir f. lokahringinn

Það eru Sergio Garcia og Justin Rose, sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Masters 2017.

Báðir hafa spilað á samtals 6 undir pari, 210 höggum; Garcia (71 69 70) og Rose (71 72 67).

Rickie Fowler er einn í 3. sæti höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 211 höggum (73 67 71).

Þrír kylfingar deila síðan 4. sæti allir á samtals 4 undir pari en það eru þeir Jordan Spieth, Ryan Moore og Charley Hoffman.

Til þess að sjá stöðuna á Masters SMELLIÐ HÉR: