Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 12:00

Masters 2017: Hvað varð af Westy?

Lee Westwood (kallaður Westy af vinum sínum) var lofað 2 milljón punda bónus potti ef hann sigraði á Masters s.s. Golf 1 greindi frá – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Það er nýr styrktaraðili að nafni Flannels, sem lofaði Westwood bónusnum.

Westy er ekki úr leik, en hann átti slæman 2. hring og er nú T-19 á skortöflu eftir að hafa vermt 3. sæti eftir 1. dag.

Samtals er Westy búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (70 77).  Efstu menn hafa spilað á samtals 4 undir pari.

Westy á enn sjéns en þarf að vinna upp 7 högg og gera betur til að taka mótið; en til þess þarf hann að eiga brillíant hring í dag og morgun!

Kannski Flannels hafi boðið milljónirnar 2, vegna tiltölulegs öryggis um að þurfa ekki að borga þær?

Skemmtilegur hvati engu að síður, en e.t.v. hvati sem setur aukapressu á Westy; að sigra nú loks á 1. risamótinu á golfferlinum!