Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 09:00

Masters 2017: Sigrar Hoffman á Masters?

Kemur Hoffman öllum á óvart aftur og stendur uppi sem sigur egari í kvöld?

Hoffman hefir sýnt að hann getur gert það sem fáir geta farið 10 undir meðalskor á Augusta National.

Fyrsti hringurinn hans Hoffman var líka alger draumahringur.

Hann var í ráshóp með Chris Wood og Yuta Ikeda, sem báðir eru dottnir úr mótinu – náðu ekki niðurskurði.

Hoffman byrjaði s.s. nógu rólega fékk skolla á par-4, 3. holuna og 5. holuna en tók það aftur með fuglum á par-3 4. og 6. holunum.

Og þaðan í frá leit hann aldrei aftur. Hann kláraði fremmri 9 með fuglum á 8. og 9. holu en varð heitari á seinni 9.

Með fugli á12. var hann meðal efstu mann og síðan fékk hann 4 fugla í röð frá 14. holu (þ.e. á 14. 15. 16 og 17. holu) og var kominn í 7 undir pari, 65 högg, sem var besta skorið á 1. hring á Masters 2017.

Það var ekki bara að hann ætti 4 högg á næsta mann; þetta var lægsti hringur í allri sögu Masters mótsins og bætti besta skor mótsins sem Ken Venturi hafði átt um 1 högg þ.e. Ken lék 1. hring á Masters 1956 á 66 höggu.

Hoffman hefir reynsluna og hann veit hvað er undir.

Árið 2015 var ár Jordan Spieth – færri veittu því athygli hver varð í 2. sæti en það var Hoffman, sem varð alltaf verri og verri eftir því sem leið á hringinn – m.a. af því að pútterinn kólnaði niður fyrir frostmark.

Þetta hlýtur að stinga og víst að Hoffman vill ekki að sá leikur endurtaki sig.

Hoffman barðist við slæma veðrið á fimmtudeginum og stóð uppi með 65 högg.

Daginn eftir leit út eins og hann væri að missa allt frá sér þegar hann var með 10 högga sveiflu og spilaði Augusta National á 75 höggum.

Í gær var hann þó á 72 og er T-4, tveimur höggum á eftir Sergio Garia og Justin Rose.

Hver veit? Kannski Hoffman standi uppi sem sigurvegari í kvöld?