Masters 2017: Bubba biður golffréttamann afsökunar
Tvöfaldi Masters sigurvegarinn, Bubba Watson, komst ekki í gegnum niðurskurð í ár s.s. flestir golfáhangendur vita.
Hann lék fyrstu tvo hringina á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (74 78), en til að ná níðurskurði á Masters í ár þurfti að vera á samtals 6 yfir pari.
Golffréttaritarar með einhverja reynslu vita að það getur verið tvíbent að tala við kylfinga sem átt hafa vonbrigðahringi; þeir eru venjulegast í vondu skapi, með klýjuna upp í háls að brytja sjálfa sig niður, að gera út af við sig í naflaskoðun helvítis. Bubba Watson er auk þess þekktur fyrir að vera afar tilfinningasamur.
Eftir vonbrigðahring sinn í gær sagði Bubba við Gene Sapakoff golffréttaritara Charleston Post and Courier, þegar sá spurði hann út í hringinn lélega: „Golf er erfitt; ég veit ekki hvort þú hefir nokkru sinni spilað. Að skrifa golfgreinar er auðvelt.“
Auðvelt að skrifa golfgreinar? Það hefir nú ýmsum stjörnukylfingnum fatast flugið á þeim vettvangnum. En hvernig sem á allt er litið þá á ekki að kenna árinni um þegar illa er róið eða beina athyglinni eitthvað annað eins og Bubba virðist hafa verið að gera.
Rétt er að tala um hvað fór úrskeiðis – laga það….. og koma sterkari til leiks næst.
Bubba baðst síðan afsökunar á Twitter, á því sem hann sagði að hefði verið misheppnuð tilraun til að segja brandara.
Á Twitter síðu Bubba stóð m.a.: „Ég biðst afsökunar á misheppnaðri tilraun minni til að segja brandara í dag … brandarar mínir eru jafnlélegir og golfið mitt þessa vikuna!„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
