Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 10:00

Masters 2017: Neyðarlegt augnablik þegar Rory tók ekki undir kveðju Rahm – Myndskeið

Tja, þegar maður er nr. 2 á heimslistanum (Rory McIlroy) þá er maður nú ekkert að heilsa hverjum sem er!

Það er mjög auðvelt að túlka viðbrögð Rory sem hrokafull, en nýliðinn, Jon Rahm bauð fram hnefa sinn og ætlaði að slá honum vinalega í hnefa Rory, eftir frábært högg Rory á 2. hring Masters í gær,  en sá síðarnefndi tók ekkert undir slíkt frá nr. 12 á heimslistanum (Jon Rahm) og gekk bara framhjá honum eins og sjá má í myndskeiðinu fyrir neðan.

Rory og Rahm voru paraðir saman á 2. hring og Rory var nálægt því að fá ás á par-3 16. holu Augusta eftir frábært högg með 7-járni sínu.

Rahm var greinilega hrifinn og ætlaði að fagna Rory með hnefa sínum en Rory bara hunsaði vinarkveðjuna.

Eftir 1. hring er Jon Rahm hins vegar ofar en Rory á skortöflunni er T-6 á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70) meðan að Rory er T-13 á 1 yfir pari, 145 höggum (72 73).

Kannski gott gengi Rahm hafi farið í taugarnar á Rory, eða hann hafi ætlað að sýna honum að HANN (Rory) væri nú ekki með nein kjánalæti eins og oft eru í háskólagolfinu; þessi nýliði yrði bara að gera sér grein fyrir virðuleika Masters mótsins … eða Rory hafi einfaldlega ekki áttað sig að hnefanum sem réttur var að honum í vinarskyni.  Dæmið sjálf.

Sjá má atvikið þar sem Rory tekur ekki undir kveðju John Rahm með því að SMELLA HÉR: