Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 23:59

Masters 2017: Fowler, Garcia, Hoffman og Pieters deila forystunni í hálfleik

Fjórir kylfingar deila forystunni í hálfleik Masters: Rickie Fowler, Sergio Garcia, Charley Hoffman og Thomas Pieters.

Þeir hafa allir spilað á 4 undir pari, 140 höggum; Fowler (73 67); Garcia (71 69); Hoffman (65 75) og Pieters (72 68).

William McGirt er í 5. sæti á samtals 2 undir pari og fjórir aðrir kylfingar deila 6. sæti á samtals 1 undir pari þeir: Jon Rahm, Ryan Moore, Fred Couples og Justin Rose.

Þrír stórkylfingar deila síðan 10. sætinu á sléttu pari: Jordan Spieth sem vann sig upp á 41. sætinu, sem hann var í eftir 1. dag og fv. sigurvegarar Masters þeir Adam Scott og Phil Mickelson.

Til þess að sjá stöðuna á Masters SMELLIÐ HÉR: