Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 10:00

Masters 2017: Hver er líklegastur til að ná forystunni af Hoffman á 2. hring?

Yahoo! Sports lagði þá spurningu fyrir 10 þekkta golffréttaritara hvern eða hverja þeir teldu líklegasta til að ná forystunni af Charley Hoffman á 2. hring Masters mótsins.

Hoffman er með mikið forskot, lék á 65 höggum og á 4 högg á næsta mann William McGirt og síðan eru 18 aðrir kylfingar sem eru á bilinu 2 undir til 1 yfir pari.

Meðal þessara kylfinga eru Rory McIlroy, Rickie Fowler, Jon Rahm, Phil Mickelson og Lee Westwwod svo einhverjir séu nefndir.

Nokkrir hafa unnið Masters nokkrum sinnum (t.d. Phil) meðan aðrir eru að burðast við að vinna sitt fyrsta risamót (t.d.Westy).

Sjá má álit golffréttaritaranna í könnun Yahoo! Sports með því að SMELLA HÉR: