Masters 2017: Rory hissa á „ótrúlegum“ 1. hring Charley Hoffman
Rory McIlroy skortir ekki sjálfstraustið fyrir 2. hring Masters risamótsins, sem leikinn verður í dag.
Hann er mjög hissa á forystu Charley Hoffman, sem átti ótrúlegan opnunarhring upp á 7 undir pari, 65 glæsihögg á sjálfum Augusta National golfvellinum.
Hoffman, 40 ára, náði þessu skori þrátt fyrir erfiðar aðstæður á vellinum m.a. sterkar vindhviður.
Rory var mjög ánægður með hring sinn upp á slétt par, 72 högg og er að reyna við grand slam, en á eftir að vinna á Masters.
Aðspurður hvað honum fyndist um forystu Hoffman sagði Rory: „ Holy shit. That’s unbelievable. That’s incredible.“ (Lausleg þýð: „Hamingjan sanna. Þetta er ótrúlegt. Þetta er ótrúlegt.“
„Mér fannst ef einhver myndi brjóta 70 í dag (þ.e. í gær 6. apríl 2017) þá myndi það vera ótrúlegt skor og að sjá hvað hann gerði á 6-7 holum var ótrúlegt golf. Ég er hérna labbandi og himinlifandi með 72 og hann gengur af velli með 65, en það er bara það sem þeir segja, þeir veita ekki græna jakka á fimmtudögum þannig að hér er ekki um sigur að ræða. Ég held að ég sé í góðri stöðu með þá 3 hringi sem eftir eru og við sjáum bara hvað setur,“ sagði Rory loks.
Rory fékk 3 skolla á fyrri 9 og tók þá aftur með 3 fuglum á seinni 9.
„Þetta voru erfiðustu aðstæður sem ég hef nokkru sinni séð þarna (á Augusta National). Ef völlurinn hefði verið harður hefði það verið virkilega erfitt. Hann (völlurinn) er örugglega (settur upp) með því lengsta sem ég hef spilað hann. Það voru nokkrar brautir sem ég hef aldrei spilað svona langar. Ég veit ekki hvort nokkur náði honum (boltanum) yfir vatnshindrunina á 15. A.m.k. hef ég núna séð völlinn eins og hann er núna. Ég hef spilað í vindinum úr þessari átt og veit við hverju er að búast á morgun (þ.e. í dag 7. apríl 2017). Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast í dag (6. apríl 2017). Nú þegar ég hef reynsluna tekst ég betur á við hann (völlinn).„
„Ég hef varið miklum tíma á púttæfingasvæðinu á s.l. mánuðum og æft sérstaklega pútt innan 3 metra. Það var stutta spilið sem bjargaði mér í dag (þ.e. í gær 6. apríl 2017).“
„Ég verð bara að fara þarna út á morgun (þ.e. í dag 7. apríl 2017) og halda áfram að gera það sem ég er að gera. Ég var að dræva frábærlega og járnaleikurinn minn var stöðugur. Mér leið vel með chippin mín í fyrsta skipti í langan tíma í dag. Ég er virkilega ánægður með það.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
