Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 08:00

Írskur ferðaiðnaður ætlar að græða á Masters – Af hverju gerum við Íslendingar ekki það sama? Myndskeið

Írskur ferðaiðnaður ætlar sér að hagnast á Masters risamótinu.

Í auglýsingamyndskeiðum sem eru milli frétta af Masters er Tourism Ireland með auglýsingar um gullfallega golfvelli Írlands í því skyni að lokka bandaríska kylfinga til Írlands.

Talið er að 30 sekúnda írska auglýsingin, sem birtist á NBC íþróttasjónvarpsstöðinni nái til 6.5 milljóna heimila.

Alison Metcalfe, sem er yfirmaður Tourism Ireland í Norður-Ameríku sagði m.a.:

Tourism Ireland er með heilmikið  prógram kynninga tilbúið á þessu ári til þess að vekja athygli á heimsklassa golfinu okkar og hvetja fleiri Bandaríkjamenn til þess að koma í golf til Írlands. Sérstaklega vekjum við athygli á 2017 Irish Open í Portstewart og 148. Opna breska sem fram fer í Royal Portrush árið 2019. Okkar skilaboð eru þau að Írland bjóði bandarískum kylfingum upp á allan pakkann – með sumt af því allra besta af golfi í heiminum, heillandi landslag og hlýjar mótttökur.“

Hér ættum við Íslendingar að sjá okkur leik á borði og senda auglýsingar þar sem bandarískir kylfingar eru hvattir til að stoppa í 2-3 daga á Íslandi og prófa einhvern hinna frábæru 62 golfvalla okkar áður en haldið er áfram til annarra golfáfangastaða í Evrópu. Af hverju ekki að vera með í auglýsingapakkanum … eða bæta við hann?

Sjá má kynningarmyndskeið frá Tourism Ireland, sem sent er út sem auglýsing milli fréttaflutnings af Masters risamótinu í Bandaríkjunum með því að SMELLA HÉR: