Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 02:00

Masters 2017: Charley Hoffman í forystu e. 1. dag Masters

Það er bandaríski kylfingurinn Charley Hoffmann sem tekið hefir forystuna á 1. keppnisdegi Masters risamótsins.

Charley lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti er William McGirt á 3 undir pari, 69 höggum og Lee Westwood er í 3. sæti á 2 undir pari, 70 höggum.

Hópur 8 kylfinga er síðan í 4. sæti; allir á 1 undir pari, 71 höggi m.a. Russell Henley, Justin Rose og Sergio Garcia.

Þeim sem spáð er sigursætinu, Jordan Spieth, eftir að Dustin Johnson slasaðist og dró sig úr mótinu er T-41 eftir hræðilegan upphafshring upp á 3 yfir pari, 75 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: