Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar lauk keppni T-17 á Redhawk Spring Classic

Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA, tók þátt sem einstaklingur í Redhawk Spring Classic, en það mót fór fram dagana 3.-4. apríl og lauk því í gær.

Mótið fór fram í Saddle Creek golfklúbbnum í Lewisburg, Tennessee.

Þátttakendur voru 52 frá 9 háskólum.

Eyþór Hrafnar lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (77 76) og varð T-17.

Í liðakeppninni, sem Eyþór Hrafnar tók ekki þátt í hafnaði háskólalið hans, lið Faulkner, í 1. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Redhawk Spring Classic SMELLIÐ HÉR: og skrollið niður í mót 3-4 (apríl) sem raðað er eftir stafrófsröð.

Næsta mót Faulkner er Southern States Athletic Conference tournament, sem fram fer í  Arrowhead Country Club og hefst 17. apríl n.k.