Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og Drake luku keppni í 2. sæti á Bradley Inv.! Glæsilegt!

Sigurlaug Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Drake, tóku þátt í Bradley Inv. í Peoria, Illinois.

Mótið stóð dagana 1.-2. apríl og lauk því í gær – Þátttakendur voru frá 11 háskólum.

Sigurlaug lék á 23 yfir pari, 239 höggum (80 80 79) og varð T-37.

Drake háskólaliðið náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu í mótinu!!!

Sjá má lokastöðuna á Bradley Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sigurlaugar og Drake er í Indiana 9. apríl n.k.