Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State í 7. sæti e. fyrri dag Aggie Inv.

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK eru við keppni á Aggie Inv. á Traditions golfvellinum í Bryan, Texas.

Mótið stendur frá 1.-2. apríl 2017 og lýkur því í dag.

Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum.

Eftir fyrsta dag og tvo spilaða hringi er staðan þannig að Bjarki er búinn að spila á samtals á 5 yfir pari, 149 höggum (77 72) og er T-31 í mótinu.

Gísli hins vegar hefir spilað á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (74 78) og er T-52.

Kent State háskólalið þeirra Bjarka og Gísla er í 7. sæti í liðakeppninni eftir fyrri mótsdag.

Fylgjast má með Bjarka og Gísla á Aggie Inv. á skortöflu með því að SMELLA HÉR: