Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2017 | 08:00

LPGA: Lexi efst m/2 högga forystu á Ana Inspiration f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er Lexi Thompson sem er efst fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins, Ana Inspiration.

Lexi er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 67 67).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Lexi  er norska frænka okkar Suzann Peters en á samtals 11 undir pari, 205 höggum (68 69 68).

Síðan er hópur 4 kylfinga sem deilir 3. sætinu á samtals 10 undir pari, hver; þ.á.m. Inbee Park, sem aðeins er 3 höggum eftir Lexi. Spurning hvort hún bæti við 8. risatitlinum; en Ana Inspiration vann hún síðast árið 2013.

Til þess að sjá stöðuna á Ana Inspiration SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Ana Inspiration SMELLIÐ HÉR: