Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 18:00

LET Access: Munaði aðeins 3 höggum hjá Valdísi Þóru

Því miður komst Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, ekki í gegnum niðurskurð á Terre Blanche mótinu.

Hún átti slaka byrjun var á 80 höggum fyrsta hringinn og það reið baggamuninum.

Valdís átti flottan hring í dag upp á 72 högg var sem sagt samtals á 8 yfir pari, 152 höggum (89 72), en það dugði ekki – það munaði 3 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurð.

Niðurskurður var miðaður við 5 yfir pari.

Sjá má stöðuna á Terre Blanche mótinu með því að SMELLA HÉR: