Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 11:00

Skyldi einhver af þessum 9 vinna sinn fyrsta risatitil á Masters í næstu viku?

Yahoo Sports hefir tekið saman lista yfir 9 kylfinga sem aldrei hafa sigrað á risamóti og þykja sigurstranglegir að vinna fyrsta titil sinn á Masters risamótinu, sem hefst í næstu viku.

Meðal þeirra sem finna má á listanum eru Lee Westwood, Alex Norén og Justin Thomas.

Spurning hvort einhver hinna 9 risamótstitilshungruðu kylfinga sigri á Masters?

Svarið við því fæst auðvitað ekki fyrr en að loknu móti, en alltaf gaman að spá og spekúlera.

Sjá má lista Yahoo Sports með því að SMELLA HÉR: