Thomas Pieters segir PGA félögum sínum að vera ekki m. „vitleysu“ á félagsmiðlunum
Belgíski kylfingurinn Thomas Pieters, sem kominn er með tímabundna undanþágu til að spila á PGA Tour, hefir sagt við félaga sína á PGA Tour, þ.e. þá Grayson Murray og Kelly Kraft að vera ekki að tvíta „vitleysu“ á félagsmiðlunum.
Báðir hafa þeir Murray og Kraft stígið fram á félagsmiðlunum og sagt kylfinga utan Bandaríkjanna fara fljóta upp heimslistann bara af því að þeir spili í Evrópu og Asíu.
Suður-kóreanski kylfingurinn Byeong Hun An blandaði sér einnig í samræður þeirra Pieters, Murray og Kraft sem fulltrúi Asíu og til að vera Pieters til stuðnings.
Kraft er sem stendur í 178. sæti heimslistans og Murray í 155. sætinu. Pieters er í 34. sæti heimslistans og An í 55. sæti.
Hvað eru Pieters og An annars að tjá sig við einhverja kylfinga sem ekki einu sinni meika það inn á topp-150?
Svona til stuðnings Pieters og An þá er það eitt að spila á Evrópumótaröðinni eða Asíutúrnum ekki nóg til þess að kylfingar komist sjálfkrafa í risamót eða heimsmót – maður verður eftir sem áður að spila ótrúlega vel til þess að njóta þess, sem til var sáð.
Á hinn bóginn mætti benda á niðurstöður tveggja viðskiptafræðiprófessora frá Columbia University, Mark Broadie og Richard J. Rendleman, frá 2013, en það komast þeir að því að heimslistinn mismunar leikmönnum sem spila öll mót sín einvörðungu á PGA Tour.
En lítum aðeins og nokkur tvít sem fóru á milli annars vegar Kraft og Murray og hins vegar Pieters og An.
Kelly Kraft: „It´s amazing how fast some of the Asian Tour / Euro Tour guys rise in the World ranking.“ (Lausleg þýðing: Það er ótrúlegt hversu hratt sumir af Asíutúrs og Evróputúrs gaurunum hækka á heimslistanum.“
Grayson Murray: „Let´s go play over there and then we will be in every major and WGC event for the rest of our lives.“ (Lausleg þýðing: Förum og spilum þar og þá verðum við í öllum risamótum og heimsmótum það sem eftir er ævinnar.“)
Thomas Pieters: „or you guys could just text that to each other and not make a fool of yourself for tweeting nonsense.“ (Lausleg þýðing: eða þið gæjarnir gætuð bara skiptst á þessu ykkar á milli og ekki gert ykkur að fíflum fyrir að tvíta þessa vilteysu.“
Byeong Hun An: „don´t be jealous, just come to Europe and Asia to at least have a chance to play WGC´s and Majors.“ (Lausleg þýðing: Ekki vera afbrýðissamir, komið bara til Evrópu og Asíu til þess að hafa a.m.k. tækifæri til að spila á heimsmótum og risamótum.“
Grayson Murray: „Why did you go to Europe when you turned pro? Oh wait you couldn´t get through PGA Tour School right away …“ (Lausleg þýðing: „Af hverju fórstu til Evrópu þegar þú gerðist atvinnumaður? Ó, bíddu þú komst ekki gegnum PGA Tour School strax ….)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
