Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 16:30

Pro Golf: Þórður Rafn á -1 e. 1. dag á Open Tazegzout

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Open Tazegzout 2017, en mótið fer fram í Agadir, Marokkó, dagana 29.-31. mars.

Þórður Rafn hóf leik á 10. teig og lék  1. hring á 1 undir pari, 71 höggi.

Á hringnum fékk hann 4 fugla, 11 pör og 3 skolla.

Margir eiga eftir að ljúka leik en þegar þessi frétt er rituð 16:25, en Þórður Rafn er T-17 af 124 keppendum.

Sjá má stöðuna á  Open Tazegzout 2017 með því að SMELLA HÉR: