Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva luku keppni í Flórída

Gunnhildur Kristjánsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, og félagi hennar úr GKG Særós Eva Óskarsdóttir og golfið hennar í Boston University luku keppni á The Babs Steffens Invitational í fyrradag

Mótið fór fram í Victoria Hills Golf Club í DeLand, Flórída og stóð dagana 25.-27. mars 2017.

Þátttakendur voru 62 frá 11 háskólum.

Gunnhildur og Elon urðu í 7. sæti í liðakeppninni.

Gunnhildur varð í 47. sæti í einstaklingskeppninni en skor hennar var samtals 25 yfir pari, 241 högg (81 81 79).

Særós Eva keppti sem einstaklingur og varð í 59. sæti á 43 yfir pari, 259 höggum (88 88 83).

Sjá má lokastöðuna á The Babs Steffens Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Elon er 2. apríl n.k. At Mimosa Hills í N-Karólínu en næsta mót Boston University er í Sarasota, Flórída 1. apríl n.k.