Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 11:00

Atvinnukylfingur gagnrýndur f. of hægan leik

Þegar krikkettleikmaður er pirraður yfir ótrúlega hægum leik kylfings þá er eitthvað stórvægilegt að.

Enski krikkettleikaðurinn Kevin Pietersen var að horfa á heimsmótið í holukeppni í Texas um helgina og varð svo yfir sig pirraður með hægan leik bandaríska kylfingsins William McGirt á flötunum að hann ákvað að taka upp það sem hann var að horfa á í sjónvarpinu og tvíta um það.

Í tvíti Pietersen sagði eftirfarandi: „Ömurlegt. Horfið á þetta. Allt gert til að missa af pútti – og missa tiltölulega stutt pútt í viðureigninni gegn Sören Kjeldsen.

McGirt var virkilega næstum 2 mínútur á flötinni áður en hann púttaði og missti púttið – virkilega stutt pútt í viðureigninni gegn Kjldsen.

KP er e.t.v. leikmaður í krikkett, leik sem tekur 5 daga að klára en alltaf gaman að fylgjast með honum.

Of hægur leikur er vandamál á öllum vígstöðum golfsins, jafnvel heimsmótum – og ef dæma á eftir því hvað Mcgirt komst upp með í Austin þá er þetta vandamál sem ekki hefir tekist að leysa enn.